Ekki æfa til að léttast!!
Ég hitti oft fólk sem er að fara í ræktina til þess að léttast. Hversu leiðinlegt verkefni og ekki skrítið að ræktin verði hrikalega leiðinleg og æfingarnar fái að fjúka fljótlega.
- Ef þú þarft að æfa til að léttast þá er mataræðið ekki rétt. Ef þú vilt léttast taktu þá mataræðið föstum tökum. Þú léttist ekki á því að fara á bretti á fullu og brenna ef mataræðið er rangt. Fyrir utan hvað það er ógeðslega leiðinlegt að fara á æfingu með það í huga.
- Þú ert að æfa til þess að vera hraust/hraustur. Settu það í hausinn á þér að þú ert að fara á æfingu til þess að verða sterkari, fá betra úthald, sofa betur og almennt líða betur. EKKI TIL AÐ GRENNAST. Njóttu þess að fara á hverja æfingu því þú verður alltaf hraustari og hraustari. Lyftu lóðum, gerðu kvið og bakæfingar og keyrðu púlsinn þinn upp. Dansaðu, gerðu yoga, farðu í CrossFit það skiptir engu bara að þú njótir og sjáir tilgang í því sem þú gerir.
Ef þú ert að æfa og taka mataræðið í gegn þá er það frábært bara ekki tengja æfingarnar við það að þú þurfir að mæta því vigtin skuli fara niður. Frekar að þú ætlir að mæta á æfingu því að gerir þér svo gott.
Það er hægt að taka æfingar sem leggja áherslu á að brenna fitu en ef það er eina ástæðan þá færðu ógeð um leið. Skoðaðu frekar þætti eins og: Er ég að bæta mig, kemst ég hraðar en í síðustu viku osfrv.
Líkaminn þinn þarf að hreyfa sig og hann þarf hollan mat hvort sem þú vilt viðurkenna það eða ekki. Það hefur ekkert með útlit eða líkamsvirðingu að gera heldur grunnþarfir líkamans. Við höfum val hvað við gerum og það er okkar ákvörðun bara sama hvað þú gerir ekki æfa til að léttast því það endist líklega ekki lengi.