Er slenið að keyra yfir þig?

 In Heilsa

Engin sól-Taktu D-vítamín

Ég er alltaf að tala um það við alla að taka D-vítamín enda lífsnauðsynlegt og ekki auðvelt fyrir íslendinga að fá það án þess að taka það inn í bætiefnaformi. Ég er sjálf búin að vera frekar þreytt og með bauga sem er ekki í uppáhaldi og fattaði að ég er ekki að taka það sjálf “flott Gurrý segja öllum hvað það er mikilvægt en gera það ekki sjálf vel gert “. Allavega brunaði ég og keypti mér D-vítamín og fann strax mun á degi 2 svo nú get ég haldið áfram að tala um þetta mikilvæga vítamín.

Hvað gerir þetta vítamín á mannamáli:

D-vítamín auðveldar líkamanum upptöku á kalsíum/kalk sem er mikilvægt fyrir starfsemi taugakerfisins og hefur áhrif á efnaskipti, orku og meltingu.

D-vítamín skortur veldur því að kalsíum nær ekki að vinna vinnuna sína með nægilega góðum hætti. Eitt sem mér finnst líka vera mikilvægt er að Kalsíum myndar Kollagen sem hjálpar húðinni að endurnýja sig sem er gott þegar hrukkurnar fara láta sjá sig.

Skortur á D-vítamíni

Einkennin geta verið:

Þreyta

Pirringur

Öldrun/ útaf þessu með kollagenið manstu 🙂

Máttleysi

Vöðvaþreyta

og annað alvarlegra sem ég ætla ekki fara útí.

 

Eftir hverju ertu að bíða?

Svo skilaboðin eru einföld, þangað til sumarið kemur taktu D-vítamín skiptir ekki öllu hvaðan en ég keypti mér frá NOW. Fýla það merki en það er lífrænt og ég finn alltaf mun þegar ég tek bætiefni frá þeim svo það segir mér að innihaldið er það sem það á að vera.

 

Þangað til næst

Gurrý

Recent Posts

Start typing and press Enter to search

Shut your mindÆfing vikunar