Fimm yoga stöður sem þú getur gert hvar sem er

 In Heilsa

Það er frábært að tileinka sér að gera 3-5 yogastöður á dag og halda hverri stöðu td. í 30sek eða jafnvel lengur. Yoga gerir okkur ekki bara sterkari og liðugari heldur líka einbeittari og í meira jafnvægi. Í yoga viltu draga athygli á eingöngu yogastöðuna og öndunina. Andaðu inn og út um nefið ef þú treystir þér til.

 

1. Fjallið (Tadasana)

Fjallið er grunn yogastaða sem þjálfar upp td. einbeitingu.

Fætur saman  og lófar upp við líkamann meðfram síðu eða fyrir ofan höfuð. Standa þráðbein/n og allir vöðvar eru spenntir, þannig ef þér yrði hrint þá myndir þú ekki haggast, enda ertu fjall þau haggast ekki.

stock photo, nail-polish, plastic-bottle, barefooted, hot-pink, drink-water, yoga-pants, yoga-girl

2. Stríðsmaður 1 (Virabhadrasana)

Byrjum í grunn fjallinu. Stígðu hægri fót fram á útöndun og hendur beint uppí loft.  Spenna grindarbotn og passa að mjaðmir snúi fram. Finna styrkinn sinn hér!
Anda að þegar komið er úr stöðinni aftur í grunn fjallið. Svo sama á hina hliðina. 

Stríðsmaðurinn eykur styrk, jafnvægi og úthald bæði líkamlega og hið innra.

Image result for warrior pose yoga 1 in nature

3. Stóllinn (Utkatasana)

Byrja í grunn fjallinu. Mjaðmabreidd á milli fóta og tær vísa beint fram. Setjast niður í stólinn og þrýsta niður í iljar allan tímann. Passa að hryggurinn sé beinn og horfa beint fram. Hendur geta verið fyrir framan axlir eða fyrir ofan einsog myndin sýnir.  Stólinn er ein af mínum uppáhalds, prufaðu að halda henni í 1-3 mínútur og halda fókus allan tímann, ekkert víst það klikki 🙂 

Image result for chair pose yoga nature

4. Hundurinn sem horfir niður (Adho mukha shvanasana)

Lófar og iljar í gólf rassinn lyftist upp. Spenna kvið og finna lengingu á bakinu. Hér þurfa hælar ekki að snerta gólfið en reyndu að rétta úr fótum( þe. ekki vera með bogin hné) Hér má líka leika sér einsog hundar gera, lyfta öðrum fæti upp, eða losa aðra hendina og færa hana fyrir aftan læri eða á mjóbak. 

 

stock photo5. Líkstaða (Savasana)

Liggðu á bakinu lófar vísa upp og fætur í beinni línu niður frá mjöðm tær vísa örlítið til hliðanna. Slökunarstaða en þetta er í raun erfiðasta jógastaðan af þeim öllum því þú ert að æfa þig að hugsa ekki, vera ekki í neinum tilfinningum né að líkaminn sé til staðar. Meina gott markmið að ná þessu á þessari öld. 


Related image

Njótið vel
Gurrý 

Recent Posts

Start typing and press Enter to search

Yoga stelpa