Hvað er málið með allt þetta stress?!
Góðan dag kæru lesendur
Ég þjálfa margar konur sem eru mjög uppteknar og þess vegna koma þær til mín í fjarþjálfun, þá geta þær æft þegar tími gefst hverju sinni. Þessar konur kenna mér svo mikið en ég hef hugsað mikið um stress og stífa daglega dagskrá sem virðist vera líf margra og sérstaklega tek ég eftir því að við konur erum einfaldlega mjög uppteknar. Sjálf þekki ég það vel að vera á haus í vinnu, reyna sinna börnum, komast á æfingu og einhvernvegin reyna að standa mig á öllum sviðum.
Síðan lestu greinina um konuna sem hætti í vinnunni og fór að ferðast um heiminn, já eða hina konuna sem segir manni að stress sé hættulegt og við eigum ekki að gera svona mikið. Það er auðvelt að finna sig í þessum aðstæðum , aðstæðum þar sem aðrar konur segja manni að þetta gangi ekki lengur og best væri að hætta öllu, kaupa sér hús á Spáni og fara nú að slappa aðeins af áður en maður drepur sig. Persónulega þoli ég ekki svona pistla vegna þess að þeir gera ekkert nema láta manni líða illa. Ég er ekki að fara flýja neitt og meðan maður hefur gaman að því sem maður gerir er þá staðan ekki nokkuð góð?
Í staðinn fyrir að fá samviskubit fyrir að vera kannski ekki alltaf heima á kvöldin eða þurfa stundum að sofa aðeins lengur þá hef ég lært að staldra við, vera í núinu og segi við sjálfa mig “All is well”. Sjá allt það góða sem ég hef og ekki láta aðra segja mér hvað ég á að gera eða að eina leiðin til að ná tökum á stressi sé að gera minna og breyta öllu.
Það eru ekki margir sem þurfa að umturna lífi sínu til að ná tökum á streitunni nema vera mjög óhamingjusamur í starfi eða lífi þá væri ástæða til að gera eitthvað stórtækt. Ef þú ert einsog ég aðeins of upptekin, stundum að drepast úr þreytu, stundum rosa hress og stundum með heimilið allt á hvolfi þá eru hér nokkur ráð sem geta hjálpað þér í gegnum þetta 🙂
Hér eru nokkur heilráð og þau eru ekki flókin:
-Fáðu nægan nætursvefn
-Borðaðu góðan og næringarríkan mat
-Ekki fá samviskubit
-Hreyfðu þig daglega
-Andaðu djúpt og reyndu eftir bestu getu að vera í núinu
Ég hefur áður talað um helvítis samviskubitið og það er í alvörunni eitur en við gerum okkar besta hverju sinni og mér finnst aðalatriði að þakka fyrir það sem maður hefur, vera í núinu og njóta hverrar stundar. Einnig er góð regla að vera alltaf góður við náungann sama hver hann kemur eða hvaðan hann kemur.
Þannig að kæra fólk andið bara djúpt gerið ykkar besta varðandi líkamsrækt en aldrei gleyma að huga að heilsunni því hún er það dýrmætasta sem við eigum.
Síðast en ekki síst ekki fá samviskubit ef þú kemst ekki á æfingu, náðir ekki að sofa alveg nógu lengi eða drakkst aðeins of marga bjóra. Það kemur nýr dagur með nýjum tækifærum og núna nýtt ár en mitt áramótaheit er að vera góð við sjálfa mig og ástunda meira yoga en áður.
Gleðilegt nýtt ár
Gurrý