Hvað eru þau að borða?

 In Heilsa

Margir eru að velta fyrir sér hvað keppendur í Bigggest Loser borða.

Á Ásbrú var þetta í matinn:

Kjöt, fiskur,egg, grænmeti, ávexti, hnetur, olíur og fræ. Drukku te og vatn með sítrónu og öðrum ávöxtum.  Hópurinn minn borðaði líka gríska jógúrt, rjóma 1x í viku, einstaka Quest Bar sem er trefjaríkt prótein stykki og venjulegt prótein.

Þau tóku líka inn C-vítamín, magnesíum, olíur einsog MCT olíu, Dandelion rót og D-vítamín.

Annað var nú ekki til í húsinu 🙂

Hvað borða þau núna í hádegismat?

Ég bað þau um að deila með okkur hvað væri núna í matinn og það er áhugavert, misjafnt og hollt.

Vallý:

Ég er oft með kjúklingasalat, þá með afgangskjúlla síðan kvöldið áður, og grænmeti sem mig langar í þá stundina.
Stundum hef ég gert boost sem inniheldur bananafroosh, lúkufylli af kasjúhnetum, lúkufylli af kókosflögum, 1msk kókosskyr frá KEA og 1msk hnetusmjör og 2-3 ísmola.

Eva:

Ég borða oftast kjúkling og salat eða egg og salat fer eftir hvað ég á til og langar í en oftast kjúklingur og salat.

Agla:

2-3 egg eða kjúklingur + grænmeti (sveppir, brokkolí, blómkál, gúrka, kál).
Yfirleitt hef ég einhverja fitu með t.d. olíu eða bernaise.
Drekk að sjálfsögðu alltaf kók með..// einmitt hehehehe. Engin bætiefni nema lýsi (þegar ég gleymi því ekki)

Sigurgeir:

Ég borða yfirleitt matinn frá kvöldinu áður, sem er yfirleitt kjúklingur, fiskur og stundum nautahakk.

Meðlætið sem ég skiptist á með er:
Wok Mix eða eitthvað steikt grænmeti
Steiktir sveppir
Strengja baunir
Gúrka, kál, vínber
Sætar kartöflur (geðveikt að steikja strengja baunir með)

…og alltaf ískalt vatn með 😉

Ég tek síðan inn á hverjum morgni;
D-Vítamín
Multidophilus Forte
Dandelion (og kvöldin)
Múlti Sport

Hrefna:

Ég tek engin bætiefni eða fæðubótarefni, dæmi um hádegismat er tófu, aspas í ofni og edamame baunir eða egg, nýrnabaunir, avocado og rauðrófa.

Þorbjörg:

Ef það er hreint kjöt eða fiskur í vinnunni borða ég það, ef ekki kjúkling, túnfisk eða 2 egg úr salatborðinu.
Fullt af grænmeti: gúrku, tómata,paprika,grænkál,spínat, steikta sveppi og stundum sætar kartöflur.

1-2 glös kalt vatn. D-vítamín

Björgvin:

Misjafnt hvað ég borða er mikið í harðfisk eða skyr í hádeginu stundum grískt með bláberjum.

Sigurbjörn:

Borða yfirleitt afgang frá kvöldinu áður, oftast kjúklingur, fiskur eða hreint hakk ásamt grænmeti, tek eining omega-3, D-vitamín og fjölvítamín.

Katrín:

Kjúkling brokkolí og bernes, D-vítamín, lýsi og dandelion eru mín bætiefni.

Pétur:

Borða allan mat vigta bara próteinið mitt og reyni að passa skammta stærðir á meðlæti.

 

Þetta gæti gefið ykkur hugmyndir af góðum hádegismat !
Góða helgi.
Gurrý

Recent Posts

Start typing and press Enter to search

Æfing vikunarÆfing vikunar