Hvernig er best að komast af stað í ræktina?
Það er oft talað um að það þurfi að æfa minnst þrisvar í viku til að ná árangi, fjórum sinnum ef þú ætlar að ná virkilega góðum árangi, enn það er bara ekki satt.
Fjöldinn skiptir minna máli en gæðin og hvað er gert á æfingunni. Ef þú ferð á æfingu og hangir á þrekstiganum í 40mín án þess að púlsinn fari mikið upp og jafnvel þó svo hann geri það þá er sú æfing ekki að gera mikið fyrir þig nema kannski brenna einhverjum hitaeiningum og svitna smá.
Ef þú aftur á móti ferð á æfingu sem hitar vel upp alla vöðva líkamans, tekur styrktaræfingar og svo í lokin keyrir þú upp púslinn og þjálfar þolið þitt þá ættu tvær þannig æfingar í viku að gera heilan helling fyrir þig. Pældu í því ef þú æfir tvisvar í viku í heilt ár þá eru það hundrað og fjórar æfingar á ári. Væri það ekki betra en að ákveða að æfa fjórum sinnum í viku og gefast svo upp eftir tvær vikur.
Við vitum að flestir eru með þétta dagskrá flesta daga og ég sé enga ástæðu til þess að auka á streituna með óraunhæfum væntingum útaf vondum ráðleggingum heilsugeirans.
Gerðu bara vel það sem þú gerir, gerðu raunhæfa dagskrá og reyndu að koma hreyfingu inn í hverri viku og þú munt finna mun á þér og já jafnvel þó svo þú hangir á þrekstiganum það er betra en að hanga í sófanum.

Heilsukveðjur Gurrý