Mataræðið er 80% og hreyfing 20% er mesta kjaftæði sem ég hef heyrt.

 In Heilsa

Ég verð að viðurkenna þessi setning fer óheyrilega í taugarnar á mér því þetta er svo mikið rugl. Er mataræðið 80/ 20 af hverju? Er þetta kannski afsökun fyrir því að fara ekki út að hreyfa sig, passa upp á streituna og svefninn eða finnst okkur bara gaman að segja þetta?

Ég veit auðvitað hvaðan þetta kemur! Mataræðið er 80/20 ef þú ert að reyna létta þig en það eru alls ekki allir að reyna það., enn þetta er samt ennþá rangt.

Það eru fleiri þættir sem spila inn í heilsuna hjá okkur. Má þar nefna svefninn sem einn mjög mikilvægan þátt. Lélegur svefn hefur áhrif á geðheilsu, orkuna okkar, brennsluna í líkamanum og streitustigið hjá okkur. Streitan hefur einmitt líka áhrif á svefninn, hvernig við borðum og hvort við náum að klára allt sem við ættum að gera á hverjum degi. Streitan hækkar blóðsykur sem hefur slæm áhrif á meltinguna og meltingin hefur áhrif á andlega líðan. Svona gæti ég haldið áfram endalaust þannig að segja mataræðið er 80% er svo mikið bull.

Að mínu mati mætti mætti þetta vera svona

Svefn 100%

Mataræði 100%

Hreyfing 100%

andleg líðan 100%

þetta skiptir allt jafn miklu máli og ekki gera lítið úr neinum af þessum þáttum

Heilsukveðjur

Gurrý

Recent Posts

Start typing and press Enter to search