Misstiru þig aðeins í sumar!!

 In Heilsa

Í starfi mínu sem þjálfari er algengt að formið eftir sumarsukkið er ekki gott.  Það er því miður algengt að fólk á erfitt með að halda rútínu í hreyfingu og mataræði. Ástæðan er samt skiljanlegt, daglegt skipulagt riðlast til og allstaðar eru skilaboðin að  sumarið er komið svo dettum í það, í mat og öðru. Ekki láta matvælaframleiðendur stjórna því hvenær þú borðar hollt og kommon ekki detta í sukk í 3 mánuði.

Núna byrja lika allar líkamsræktarstöðvar og þjálfarar að auglýsa sig fyrir haustið sem er gott en ekki fara af stað útaf samviskubiti heldur löngun eða þörf á betri lífstíl.

Hér ætla ég að fara í 4 leiðir sem þú getur notað til að koma þér aftur í gang og það núna strax. Byrjaðu núna og gerðu haustið skemmtilegra og auðveldara.

  1. Hreyfðu þig. Í alvöru hreyfing hefur svo mikið áhrif á líkama og huga að þú mátt ekki sleppa því að hreyfa þig. Þetta þarf ekki að vera 60mín æfing í ræktinni bara hreyfa sig þar sem þú ert, heima, fríinu eða í ræktinni.
  2.  Byrjaðu að velja betri kosti í mataræðinu. Hvar sem þú ert veldu það besta sem þú getur. Ef þú ætlar á Serrano og færð þér venjulega burrito með öllu hvernig væri að fá sér quesadilla með kjúkling, ferskri salsa, smá ost og steikt grænmeti. Þá ertu búin að sleppa grjónum, ostassósu, osti og nachos og minnka hitaeiningafjölda helling. Í staðinn fyrir sykrað eða diet gos fáðu þér sódavatn eða bara venjulegt vatn. Gerðu það sem þú gerir venjulega en veldu betur. Ef þú þarft að kaupa þér pizzu borðaðu 2 sneiðar en ekki alla pizzuna og slepptu gosinu.
  3.  Fáðu þér egg í morgunmat. Að fá prótein og fitu í morgunmat gerir daginn bara auðveldari og gerir lið 2 svo viðráðanlegan. Fínt fyrir konur að  borða 2-3 egg karla 3-5 egg, soðin, steikt eða hvernig sem þér dettur í hug.
  4.  Drekktu vatn. Að vökva sig á 30mínútna fresti hjálpar þér mikið til að losna við þessa sykur/sukklöngun.  Að drekka gos, kaffidrykki eða djúsa telur helling í hitaeiningum sem gera lítið fyrir þig.

Ef þú hreyfir þig, borðar hollan morgunmat og drekkur vatn þá ættir þú að vera í fínum málum þó svo það detti inn máltíð sem þú sæir kannski ekki á heilsusamlegum matseðli frá þjálfara. Reglan 90/10 er frábær 90% er hreint og hollt fæði og 10% hitt draslið bara ALLS ekki hafa það öfugt.

Ekki bíða til 5.september með að lifa heilsusamlega. Að lifa heilsusamlega á að vera ársprógramm og heilsan þín þolir ekki að þú takir þér frí frá henni.

Njóttu ágústmánaðar því sumarið er ekki búið.

Ég er með fjarþjálfun í boði til að taka á sumarsleninu. Getur skoðað þetta betur hér http://gurry.is/fjarthjalfun-gurry/

heilsukveðjur

Gurrý

Recent Posts

Start typing and press Enter to search

Æfðu til að vera hraustur