SKILMÁLAR ÞJÓNUSTUKAUPA Á GURRY.IS
Almennt
Allar upplýsingar á vefsvæðinu www.gurry.is, þar með talið verð, lýsing á þjónustu osfrv eru birtar með fyrirvara um villur. Við áskiljum okkur rétt á að hætta við afhendingu æfingaráætlana. Vefsvæðið er rekið af YAMA heilsurækt ehf, kt. 5105100110, Grjótaseli 5, 109 Reykjavík.
Afhending þjónustu
Þjónusta www.gurry.is er afhent rafrænt yfir netið í sérstöku smáforriti sem heldur utan um viðskiptavini, áætlun þeirra, árangur og framvindu. Smáforritið tengist kerfi þriðja aðila, XPS Network, sem er notað til að miðla upplýsingum um áætlanir, halda utan um kennsluefni og samskipti við þjálfara og umsjónaraðila. Nánari upplýsingar um notkunarskilmála Sideline Sports, sem þróar XPS Network er að finna hér: https://www.sidelinesports.com/en/terms-of-service/
Skilafrestur
Áætlunum sem afhentar eru rafrænt fæst ekki skilað. Dæmigert er fjárfesting í fjarþjálfun til fjögurra mánaða í senn. Veittur er aðgangur að áætlun á þeim tíma en lokast þegar umsaminn tími er á enda.
Gölluð vara
Ef um galla er að ræða hefur eitthvað misfarist í rafrænni afhendingu. Í slíkum tilfellum er varan afhent á ný.
Netverð
Verð á þjónustu www.gurry.is getur breyst án fyrirvara. Tímabundið geta verið í gangi tilboð á tilteknum vörum. Vörur eru ekki seldar eftir öðrum leiðum en beint á netinu. Í tengslum við samstarfsaðila geta viðskiptavinir framvísað séstökum afsláttarkóða sem þeim er úthlutað og veitir afslátt af verði þjónustunnar.
Greiðslumáti
Hægt er að greiða fyrir fjarþjálfunaráætlanir með öllum helstu greiðslukortum. Allar greiðslur fara í gegnum öruggt vefsvæði Borgunar.
Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru án virðisaukaskatts en teljast endanleg verð þar sem eðli vöru www.gurry.is fellur undir skilgreiningu um líkamsrækt sem samkvæmt lögum er undanþegin virðisaukaskatti. Reikningar vegna kaupa á þjónustunni eru því gefnir út án virðisaukaskatts.
Sendingarkostnaður/afhendingarkostnaður
Ekki er greitt sérstaklega fyrir afhendingu vörunnar.
Trúnaður
Seljandi, www.gurry.is, heitir viðskiptavinum fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem þeir gefa upp í tengslum við kaup á þjónustu. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki, undir neinum kringumstæðum, afhentar þriðja aðila.
Notkun á persónuupplýsingum
Sendingar úr umsjónarkerfi til notenda, tilboð til viðskiptavina og önnur samskipti kunna að byggja að hluta eða fullu á persónuupplýsingum á borð við búsetu, aldur, viðskiptasögu eða önnur eigindi sem lýsa notendum. Er það gert til að sérsníða skilaboð til notenda. Þessar upplýsingar eru ekki aðgengilegar eða á neinum forsendum afhentar þriðja aðila. Móttakandi sérsniðinna skilaboða getur alltaf óskað eftir því að fá ekki slík skilaboð.
Varnarþing
Þessir skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um neytendasamninga nr 16/2016 og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 16/2016 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.