Styrkja bak og auka þol

 In Heilsa

Hér kemur stutt æfingamyndband sem þú getur gert heima, mæli með þú gerir þessa æfingu 2-3x á einni viku.

Æfingin er svona

2-5 hringir af

  • Kobra
  • Hoppa yfir hindrun
  • Axlaflug
  • Björninn

Þú gerir hverja æfingu í 45sek og hvílir í 15sek áður en þú ferð í næstu æfingu. Hver hringur tekur því 4 mínútur.

Á næstu vikum koma fleiri æfingar og ég ætla að búa til æfingaplan úr þeim fyrir þig.  Þá verður hægt að æfa  4-6x  í viku og allt æfingar sem þú getur gert án þess að fara í ræktina.

Æfingarnar verða allar undir 15mínútur svo ef þú hefur lítin tíma þá er þetta kjörið. Einnig væri hægt að taka fleiri en eina æfingu í einu og fá þá lengri æfingu í hvert skipti.

Sá búnaður sem ég nota er ekki nauðsynlegur en ef þú vilt kaupa þér td. æfingateygju og eða létt lóð þá er hægt að fá það í verslun GÁP í Faxafeni.

Recent Posts

Start typing and press Enter to search

D vítamínMatarræði biggest