Súper einfaldur Chiagrautur

 In Heilsa

Ég fýla best einfalda hluti þegar kemur að mataræðinu.  Hér er einföld uppskrift af Chiagraut sem flottur morgunmatur eða eftir æfingu.

3msk Chiafræ

kanill

lúka af frosnum hindberjum

salt

vatn

smá rjómi

setja 3msk af chiafræjum í skál og ca 12 msk af vatni( glætan ég mæli það ekki sko) bara hræra vel og leyfa þeim að bólgna en þetta tekur ca 4-5mín. Svo bara dass af kanill, berjum og salti og hita í orbylgjuofni. Ég set svo rjóma yfir 🙂

 

Chiafræ eru náttúrulega súperholl einsog kanill og hindber svo þetta er bara hollt og gott.

Recent Posts

Start typing and press Enter to search

Svona heldur Gurrý sér í formiMisstir þú þig í sumar