Svona heldur Gurrý sér í formi!
Ég æfi 4-6x í viku og aldrei meira en 60 mínútur í einu en helst vil ég klára á 45mínútum enda er ég í krefjandi starfi og með 3 börn svo ég vil nýta tímann minn sem best.
það er ekkert leyndarmál að ég elska að æfa, setja á mig heyrnartól og detta í minn eigin heim með tónlistina í botni. Tilfinningin eftir góða æfingu er bara svo mögnuð að ég gæti ekki verið án hennar.
Það sem mér finnst vera lykilatriði er að hafa gaman að því sem ég er að gera. Síðan ég var 18 ára er ég búin að æfa reglulega og ég er búin að vera í BootCamp, CrossFit, hlaupum, hjóla, lyfta, Body Combat, yoga og margt fleira. Ég þarf reglulega breytingu einfaldlega til að fá ekki leið á því að æfa og setja mér ný markmið. Þetta hef ég gert í mörg ár og núna er ég að lyfta og gera yoga. Í sumar ætla ég að bæta hlaupum við lyftingarnar mínar og kannski minnka þær aðeins.
Aðalmálið fyrir mig er að hafa eitthvað að stefna að og vera með prógramm sem ég fylgi en þá er þetta svo einfalt.
Svo lykilinn að árangri í ræktinni fyrir mig er að hafa plan og það verður að vera skemmtilegt.
Hér kemur æfing dagsins og ég hvet alla til að taka þessa!
Þjálfarinn minn lætur mig gera þessar æfingar og þetta svínvirkar!
Æfingin
– Niðurtog 15 endurtekningar
– Axlarflug 5 endurtekningar halda uppi í 5 sek. 3 Umferðir
– Framstig 8 endurtekningar halda niðri í 8 sek. 3 Umferðir hvorn fót
Þessar æfingar æfa axlir, bak, rass og læri. Áhrifarríkar og góðar æfingar sem auðvelt er að gera heima.
Just do it!
Kveðja,
Gurrý