Hættu að láta hugann stjórna!

 In Heilsa

Núna í dag eru margir að tala um núvitund enda flestir sem eru með hlutina á hreinu að vinna með það og tala mikið um það í fjölmiðlum sem er bara frábært því umræðan virkar hvetjandi.

Það er alltaf gott þegar góðir og gagnlegir hlutir fara í umræðuna og eitthvað sem engin þorði að tala um fyrir nokkrum árum er allt í einu orðið að tískufyrirbrigði. Það hvetur vonandi fleiri til að skoða yoga/núvitund/hugleiðslu eða hvaða orð þú vilt nota yfir þetta.

Hvað er núvitund?

Núvitund er að vera meðvitaður í núinu, vita hvað er að gerast akkurat núna en ekki vera of upptekin við að hugsa um það sem er liðið eða það sem gæti orðið hugsanlega mögulega.

Ég get sest á dýnuna mína og verið á fullu í huganum mínum, egóinu, líkamanum osfrv. Að ástunda er ekki auðvelt og í hvert skipti þarf ég að nota agann minn á hugann til að fá frið. Já það er glatað fá ekki frið frá eigin huga, eigin tilfinningum og ég tala ekki um líkamann sem er ekki alltaf í toppstandi eða sjaldnast í rauninni. Við erum annað hvort búin að borða of lítið, of mikið, hreyfa okkur of lítið, of mikið, sofa of mikið eða of lítið og það eru allir að reyna finna jafnvægi og það tekur tíma. Allt þarf að vera í góðu jafnvægi til þess að ástundun/núvitund/yoga nidra eigi sér stað.

Ekki halda að allir sem eru að dásama núvitund séu í  gleðikasti alla daga og geti tekið hugann sinn snúið honum niður og haldið honum í núll ástandi í margar mínútur, það er bara lygi ef einhver heldur því fram.

En í hvert skipti sem maður ástundar þá verðum við sterkari þ.e. sálin okkar að takast á við hugann, líkamann og tilfinningarnar.

Hvernig á ég þá að ástunda þessa núvitund?

Þú getur gert ýmislegt en einföld leið er að setjast niður í 5 mínútur á dag jafnvel lengur horfa niður á nefbroddinn og draga athyglina á öndunina. Þegar athyglin hverfur sem gerist þá fókusar maður aftur á öndunina og heldur svona áfram þar til 5 mín eru liðnar hið minnsta. Þegar hugsanirnar koma og það virðist erfitt að þagga niður í þeim horfið á þær hlutlaust. Ég hvet ykkur til að reyna ykkar allra besta það er bara svo frelsandi að fá frið frá hugsununum sínum um stund, staldra við í núinu, anda og njóta.

Að vera í núinu getur reynst erfitt en tíminn sem við eigum er akkúrat núna!

 

“Yoga is the practice of quieting the mind” ~Patanjali

 

 

Recent Posts

Start typing and press Enter to search

D vítamín