Viltu betri lífsgæði?
Í öllum þáttaröðum af Biggest loser Ísland hafa einhverjir þátttakendur þurft að kljást við andlega vanlíðan sem og líkamlega kvilla. Andlegi þáttur lífsins er gríðarlega mikilvægur, ekki síðri en líkamleg vellíðan. Hægt er að nota yoga og líkamlega hreyfingu sem hjálpartæki til að ná tökum á andlegri vellíðan.
Nú hafa verið gerðar ótal rannsóknir hvaða áhrif hreyfing hefur á heilbrigði. Ég hef lesið nokkrar en ætla að fara yfir það helsta úr grein sem ber titilinn “Exercise and mental health” og hægt er að finna hana á sciencedirect. Sú rannsókn sýnir að hreyfing hefur bæði góð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Hreyfing getur dregið úr vanlíðan og hjálpað þeim sem eru að kljást við andlega kvilla, þar sem að hreyfing eykur framleiðslu endorfíns í heilanum. Hormónið endorfín hefur jákvæð áhrif á andlega líðan einstaklinga og eykur vellíðan. Jákvæðu áhrif hreyfingar á andlega heilsu getur verið
- Betri líðan
- Sjálfstraust eykst
- Dregið úr stressi og kvíða.
Þessi rannsókn styður við þetta en ég hef einnig séð mun hjá mínum kúnnum í gegnum þjálfaraferil minn.
Líkamlegu ávinningar af hreyfingu er m.a.
- Blóðþrýstingur verður innan eðlilegrar marka
- Þyngdartap
- Styrking beina og vöðva í líkamanum.
En þessir þrír líkamlegir þættir hafa áhrif á tvö stærstu heilbrigðisvandamál sem vestræn lönd standa fyrir í nútímasamfélagi sem er áunnin sykursýki og ofþyngd.
Það er mælt með minnst 30 mínútna hreyfingu á hverjum degi og þú getur fundið það sem þér finnst skemmtilegt að gera og hentar þér svo ekki flækja hlutina!
Það getur verið auðveldara að byrja á að hreyfa sig með því að skrá sig á námskeið eða að fá ráðleggingar hjá þjálfara. Þó að sumum finnist þeir ekki hafa tíma til þess að hreyfa sig þá myndi ég segja að þú hefur ekki tíma til þess að sleppa hreyfingunni, því ávinningarnir eru svo gríðarlegir og að búa við góða heilsu er of dýrmætt.